Copy
Landvernd - Skólar á grænni grein - Nr. 1 2018

Fréttabréf Skóla á grænni grein

Gleðilegt sumar kæra skólafólk!
Grænfánaverkefnið heldur áfram að vaxa um allan heim og eru nú um 51.000 skólar í 67 löndum skráðir í verkefnið. Á Íslandi taka um 200 skólar á öllum skólastigum þátt og nær því verkefnið til um 43.000 nemenda og 10.000 starfsfólks skóla. 
Kærar þakkir fyrir að leggja þitt af mörkum til að auka veg sjálfbærnimenntunar á Íslandi!

Úttektatímabil í maí og júní

Komið er að vorúttektartímabili Skóla á grænni grein og er þessi lota ætluð skólum á Vestfjörðum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi og Suðvesturlandi (að Hvolsvelli í austri og Snæfellsnesi í vestri). Umsóknarfrestur er 1. maí og fer úttekt og afhending fram í maí og júní. Miðað er við að um 25 skólar fái úttekt í hverri lotu. Upplýsingar um hvað skuli fylgja umsókn má finna hér. 
Sækja um

Ert þú með á Grænfánaspjallinu?

Hópurinn er vettvangur fyrir starfsfólk í Skólum á grænni grein til að deila með öðrum og fá nýjar hugmyndir. Allar spurningar vel þegnar! Vertu með!

Umhverfisráðherra afhendir fána í MA

Menntaskólinn á Akureyri fékk sinn þriðja grænfána afhentan við hátíðlega athöfn þann 14. febrúar síðastliðinn. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og fyrrverandi framkvæmdarstjóri Landverndar afhenti þeim fánann. 

Hreinsum Ísland 25. apríl - 6. maí.

Landvernd og Blái herinn standa fyrir landsátakinu Hreinsum Ísland. Viljum við með því vekja athygli á þeim hættum sem fylgja plastmengun í hafi. Norðurlöndin taka höndum saman annað árið í röð, og skipuleggja samstilltar strandhreinsanir þann 5. maí og munu Landvernd, Blái herinn standa fyrir hreinsunum á Reykjanesi. 

Við skorum almenning til að taka þátt og skipuleggja sína eigin strandhreinsun. Góð ráð og leiðbeiningar má finna á síðu átaksins, og hægt er að skrá sig hér.

Við hvetjum einnig göngufólk og skokkara að skrá sitt „plokk“ á hreinsumisland.is og verða allar hreinsanir birtar á Íslandskorti verkefnisins.

Verkefnahugmyndir

Viltu eignast Grænfánavinaskóla í Bretlandi?

Þrír grunnskólar í Grænfánaverkefninu í London, Bretlandi óska eftir að eignast vinaskóla á Íslandi. Það felur í sér að deila reynslu af Grænfánaverkefninu með viðkomandi skóla og jafnvel geta nemendur fengið að hitta nemendurna í London á Skype. Ef þú hefur áhuga á að eignast grænfánavinaskóla í Bretlandi, hafðu samband við Caitlin hjá Landvernd, caitlin@landvernd.is.

Grænfáninn á Pinterest

Skólar á grænni grein halda úti pinterest síðu þar sem finna má margar skemmtilegar hugmyndir sem tengjast þemum verkefnisins. Kíktu á okkur á pinterest!


Sumargjöf frá Skólum á grænni grein

Gleðilegt sumar! Viltu læra að búa til þína eigin plastlausa sólarvörn? Caitlin Wilson starfsmaður Skóla á grænni grein sýnir ykkur hvernig við förum að. Horfa á mynband. 

Plastlaus sólarvörn
120 ml möndlu- eða ólífuolía
60 ml kókósolía
30 g býflugnavax
2 matskeiðar (24 g) zink oxíð (zinc oxide)
 
Copyright © 2018 Landvernd, All rights reserved.