Copy
Landvernd - Skólar á grænni grein - nr. 1, 2017
View this email in your browser

Janúarfréttabréf: Ráðstefnan og fleira

Við hjá Skólum á grænni grein óskum ykkur gleðilegs árs! 

Í fréttabréfinu kynnum við dagskrá og aðrar upplýsingar um Grænfánaráðstefnuna sem fram fer 10. febrúar nk. Einnig segjum við frá úttektarlotunni sem er að hefjast og færum ykkur góðar og skemmtilegar fréttir af Skólum á grænni grein.

Ráðstefnan: Upplýsingar og dagskrá

Verið velkomin á ráðstefnu Skóla á grænni grein! Ráðstefnan „Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú?“ verður haldin föstudaginn 10. febrúar á Fosshóteli Reykjavík í Þórunnartúni á milli 9-17 (ath. innskráning kl. 8:30).

Skráning er hafin! Miðað er við tvo fulltrúa frá hverjum skóla. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir 3. febrúar en mælum með að gera það sem fyrst því að fjöldi þátttakenda er takmarkaður.

2.500kr/mann ráðstefnugjald er hægt að greiða á staðnum eða með millifærslu. Innifalið í ráðstefnugjald eru morgun- og síðdegishressing, veglegur hádegismatur og léttar veitingar að lokinni dagskrá.

Landvernd kynnir spennandi dagskrá um tækifæri og áskoranir í þróun Grænfánaverkefnisins í leik-, grunn-, framhalds- og háskólum á Íslandi. Fyrirlesarar fjalla um nýja rannsókn, námsefni og niðurstöður úr verkefnum. Í vinnustofum munu þátttakendur fást við praktísk dæmi um árangursríkar leiðir til að þróa skólastarfið áfram.

 

Dagskrá

8:30 Skráning í vinnustofur
9:00 Setning
9:15 Viðurkenningar 
9:30 Lykilerindi: „Umbreytandi nám: Hvernig á að nálgast flókin                             umhverfismál í skólastarfi?“
        Caitlin Wilson, starfandi verkefnisstjóri Skóla á grænna grein, Landvernd,           og doktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

10:30 Kaffihlé
11:00 Kynning: „Endurheimt vistkerfis, reynslunám og vísindalega                        aðferðin“ 
         Námsefni um vistheimtarverkefni Landverndar 
         Rannveig Magnúsdóttir, PhD, verkefnisstjóri, Landvernd
11:20 Kynning: „Hvernig spila Grænfánaverkefnið, Aðalnámskráin og                    menntun til sjálfbærni saman?“ 
         Handbók um tengingu aðalnámskrár og Grænfánaverkefnisins 
         Katrín Magnúsdóttir, verkefnisstjóri Skóla á grænna grein, Landvernd
12:00 Hádegismatur
13:00 Vinnustofur 
         A: Úrgangsforvarnir: Nýtt námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni 
         Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd 
         B: Allur skólinn með! Hvernig virkjum við skólasamfélagið í heild sinni? 
         Reynslusögur úr leik- og grunnskólum
         Caitlin Wilson, Landvernd 
         C: Áskoranir í framhaldsskólum og háskólum 
         Katrín Magnúsdóttir, Landvernd
         (Athugið: fyrirfram skráning í vinnustofu fyrir framhalds- og háskóla á                  katrin@landvernd.is)
14:30 Kaffihlé
15:00 Vinnustofur 
         A: Skólar sem hafa slitið barnsskónum í Grænfánanum: Hvernig má              þróa starfið áfram? 
         Caitlin Wilson og Katrín Magnúsdóttir, Landvernd  
         B: Úrgangsforvarnir: Nýtt námsefni frá Norrænu ráðherranefndinni 
         Margrét Hugadóttir og Rannveig Magnúsdóttir, Landvernd 
16:30 Ráðstefnuslit
17:00 Léttar veitingar á skrifstofu Landverndar, Þórunnartúni 6,                                    gegnt Fosshóteli

Við hlökkum til að sjá ykkur á ráðstefnunni!

 

Áminning á úttektarlotu

Við minnum á að umsóknarfrestur fyrir Grænfánaúttekt í febrúar og mars er
1. febrúar. Í þessari úttektarlotu verður tekið við umsóknum frá skólum á eða í nágrenni höfuðborgarsvæðis (innan við um tveggja tíma aksturs). Næsti umsóknarfrestur er 1. maí en þá verður tekið við umsóknum frá Norðurlandi og Vesturfjörðum auk höfuðborgarsvæðis. 

Hér eru upplýsingar um það sem þarf að skila með umsókn um Grænfána.

Grunnskólinn Borgarfjarðar á Hvanneyri fær sinn áttunda Grænfána

Þann 1. desember hlaut Grunnskólinn Borgarfjarðar á Hvanneyri sinn áttunda Grænfána. Innilega til hamingju með hann! Grunnskólinn Borgarfjarðar á Hvanneyri leggur ríka áherslu á lýðheilsu með hreyfingu og útinámi, að minnka neyslu með matjurtaræktun, sultu- og sláturgerð og minnkun matarsóunar, og að efla samkennd og virðingu með bekkjarfundum þar sem nemendur tjá tilfinningar sínar og hrósa hver öðrum.

Á ráðstefnunni 10. febrúar verða Grunnskóli Borgarfjarðar á Hvanneyri og Fossvogsskóli heiðraðir fyrir að fá sína áttundu fána, en skólarnir hafa fengið flesta Grænfána meðal skóla á Íslandi!

Grindavík: Allir skólar með Grænfána!

Allir skólar í Grindavík eru nú Grænfánaskólar. Heilsuleikskólinn Krókur vinnur nú að sínum fimmta fána og leikskólinn Laut að sínum fjórða. Að auki hóf Grunnskólinn í Grindavík þátttöku fyrir nokkrum árum og flaggaði sínum fyrsta fána síðastliðið vor. 

Í myndinni sést Kristín María Birgisdóttir, kennari og bæjarfulltrúi, sem veitti Grænfánanum viðtöku fyrir hönd grunnskólans á vorgleði hans 2. júní síðastliðinn.

Útgáfur væntanlegar 

Eitt af veigamestu hlutverkum Landverndar er að styðja við þróun menntunar til sjálfbærni með hönnun námsefnis og fræðsluefnis. Okkar er sönn ánægjan að tilkynna útgáfu þriggja handbóka:

  • Náms- og kennsluefni um vistheimtarverkefni Landverndar eftir Rannveigu Magnúsdóttur
  • Handbók fyrir skóla um tengingu Aðalnámskrár og Grænfánaverkefnisins eftir Katrínu Magnúsdóttur
  • Handbók fyrir kennara um kennslunálganir við flókin umhverfismál eftir Caitlin Wilson


Handbækurnar verða komnar út 10. febrúar, kynntar á ráðstefnunni og aðgengilegar á vef Landverndar.

©  Landvernd, Skólar á grænni grein, 2017

Skólar á grænni grein
Landvernd
Þórunnartún 6
105 Reykjavík

graenfaninn.landvernd.is   www.ecoschools.global

Want to change how you receive these emails?
You can update your preferences or unsubscribe from this list


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landvernd · Þórunnartún 6 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp