Copy
Landvernd - Skólar á grænni grein - nr. 2, 2016
Skoða í nýjum glugga

Haustfréttabréf Skóla á grænni grein

Nú er skólaárið 2016-2017 komið vel á veg. Við höfum sinnt margvíslegum verkefnum í haust. Fyrstu úttektarlotu skólaársins er að ljúka og höfum við heimsótt marga skemmtilega leik- og grunnskóla. Undanfarið höfum við verið að uppfæra upplýsingar um þátttökuskóla og við viljum þakka ykkur fyrir góð viðbrögð í upplýsingasöfnuninni. Upplýsingarnar eru mikilvægar fyrir utanumhald Grænfánaverkefnisins og sýnileika okkar út á við.

Í fréttabréfinu kennir ýmissa grasa en meðal efnis er:

 • Grænfánaráðstefna verður haldin 10. febrúar: Takið daginn frá!
 • Úttektarlota
 • Tveir nýir Skólar á grænni grein: Tækniskólinn og Verkmenntaskóli Austurlands
 • Ný heimasíða Grænfánans í vinnslu

 • Umhverfistöframaður í heimsókn
 • Nýr starfsmaður Skóla á grænni grein

Grænfánaráðstefna 10. febrúar 2017

Ekki lengur grænjaxlar: Hvert nú? 

Föstudaginn 10. febrúar kl. 9-17 bjóða Skólar á grænni grein fulltrúum þátttökuskóla á ráðstefnu um tækifæri og áskoranir við þróun Grænfánaverkefnisins. Auk fróðlegra erinda fást þátttakendur við spennandi og praktísk dæmi í vinnustofum. Við hvetjum ykkur til að taka daginn frá. Nánari dagskrá kemur síðar.

Úttektarlotur

Umhverfisráð Selásskóla

 

Fyrstu úttektarlotu skólaársins er að ljúka. Í lotunni förum við í 14 skóla og tókum fyrir Austurland og Norðausturland.
Takk fyrir góðar móttökur í úttektunum sem eru liðnar og við hlökkum til að koma til þeirra sem eftir eru. Það var afar ánægjulegt að koma í heimsókn og sjá spennandi Grænfánastarf hjá öllum.
 

Til upplýsingar: 

Vegna hagræðingar hefur úttektartímabilum fækkað í þrjú auk þess sem landshlutum fjarri höfðuborgarsvæðinu stendur eingöngu til boða eitt tímabil. Skólum sem eru í um tveggja tíma akstursfjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu stendur til boða að fá úttekt á öllum tímabilunum.
Úttektartímabilin eru eftirfarandi, (landshlutar fjarri höfuðborgarsvæðinu eru tilgreindir innan sviga):     
 • September og október, umsóknarfrestur til 1. september
  (Austur- og Norðausturland)     
 • Febrúar og mars, umsóknarfrestur til 1. febrúar  
 • Maí og júní, umsóknarfrestur til 1. maí
  (Norðurland og Vestfirðir).
Heimabyggt gróðurhús í Lýsuhólsskóla

Nýir þátttökuskólar

Bjóðum hjartanlega velkomin tvo nýja skóla í Grænfánaverkefnið: Tækniskólann og Verkmenntaskóla Austurlands. Tækniskólinn - Skóli Atvinnulífsins er framhaldsskóli í Reykjavík og er með um 2000 nemendur. Verkmenntaskóli Austurlands er framhaldsskóli á Neskaupsstað og er með 240 nemendur. Einn liður í sýn okkar fyrir Grænfánaverkefnið er að styrkja og styðja betur við þátttöku framhaldsskóla og það er frábært að fá fleiri með okkur í lið!

Vefsíða Grænfánans

Verið er að uppfæra vefsíðu verkefnisins, http://graenfaninn.landvernd.is/.

Stefnt er að því að einfalda hana og gera hana aðgengilegri. Við viljum að efni síðunnar veki áhuga fólks á að hefja þátttöku í verkefninu en sé í senn stuðningur við þátttökuskóla.


Lengi hafði verið kallað eftir einhvers konar gagnagrunni með verkefnum og hefur verkefnakistan verið í notkun síðan 2013. Þar má finna skemmtileg og frumleg verkefni og hvetjum við ykkur til að senda inn verkefni sem hafa reynst vel. Katrín Magnúsdóttir sér um ritstjórn. Ekki þarf að skrá sig inn til að sjá verkefni, en skil á verkefnum krefjast innskráningar. Eitthvað hefur borið á því að kennarar eigi í vandræðum með að skrá sig inn. Við teljum að við séum búin að finna lausn á því vandamáli, en vinsamlegast hafið samband, ef þið lendið í vandræðum.

Umhverfistöframaður í heimsókn

Í september tók Landvernd á móti umhverfistöframanninum Cyril May. Hann sýndi okkur fram á að endurvinnsla og endurnotkun hluta eru í raun töfrar, þar sem gamlir hlutir öðlast nýtt líf. Krakkafréttir komu á staðinn. Smellið á myndina til að sjá fréttina.

Nýr starfsmaður

Eftir ráðningarferli í vor var Margrét Hugadóttir ráðin sem sérfræðingur hjá Skólum á grænni grein. Hún hóf störf þann 15. ágúst og störf hennar fela í sér að endurbæta heimasíðu Grænfánans, stýra verkefni um prufukeyrslu og endurskoðun nýs umhverfismats, ásamt því að taka þátt í úttektum og öðrum verkefnum Skóla á grænni grein. Margrét er náttúrufræðikennari og námsefnishönnuður. Nýlega gaf hún út námsefnið Jörð í hættu? og er meðhöfundur bókarinnar Skapandi Skóli. Margrét er mikill fengur fyrir Grænfánaverkefnið!


Caitlin Wilson
hefur tekið við stöðu verkefnisstjóra Skóla á grænni grein.
Netfang: Caitlin (hjá) landvernd.is

Margrét Hugadóttir
Sérfræðingur hjá
Skólum á grænni grein.
Netfang: Margret@landvernd.is


Við hvetjum ykkur til að fylgja okkur á Facebook.
Þar deilum við myndum, hugmyndum og fréttum.
© Landvernd, Skólar á grænni grein, 2016

Skólar á grænni grein
Landvernd
Þórunnartún 6
105 Reykjavík

www.graenfaninn.landvernd.is      www.eco-schools.org

 


This email was sent to <<Email Address>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Landvernd · Þórunnartún 6 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp