Copy
Ungmennafélag Íslands / 28. september 2016
Skoðaðu fréttabréfið í vafra
Fréttabréf UMFÍ - 27. september 2016 

Fréttabréf UMFÍ 

UMFÍ og ÍSÍ búa til verkfærakistu fyrir þjálfara

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) standa saman að ráðstefnunni Sýnum karakter í Háskólanum í Reykjavík laugardaginn 1. október. Ráðstefnan markar upphaf að sameiginlegu verkefni og vefsíðu með sama heiti sem ætluð er þjálfurum og íþróttafélögum. Vefsíðan Sýnum karakter (www.synumkarakter.is) verður opnuð á ráðstefnunni og geta allir notað efni af henni til þjálfunar hvar sem þeir eru staddir í veröldinni.

Ekki missa af ráðstefnunni laugardaginn 1. október! 


Smelltu hér, lestu meira og skráðu þig á ráðstefnuna!

Leikmenn þurfa að sýna gott hugarfar


„Árangur í íþróttum snýst ekki aðeins um líkamlega getu. Hann snýst líka um að leikmenn þurfi að hafa gott hugarfar og vera góðir liðsmenn. Með markvissri þjálfun karaktera í börnum og ungmennum þá styrkjum við þau fyrir lífið, þátttöku í samfélaginu og aukum líka möguleika þeirra inni á íþróttavellinum,“ segir Viðar Halldórsson, lektor í félagsfræði og einn höfunda að Sýnum karakter.

Lestu meira

 


Ekki gleyma að sækja um styrki

Á næstu dögum rennur út frestur til að sækja um styrki. UMFÍ hvetur sambandsaðila og þeirra félög til þess að nýta sér tækifærið og sækja um ... þeir fiska sem róa! Umsóknarfrestur í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og Íþróttasjóður ríksins er til 1. október nk. Frestur til að sækja um aðra styrki rennur fljótlega út eftir það. Þú getur fundir ítarlegar upplýsingar um sjóðina á vef UMFÍ og náð í umsóknareyðublað.

Lestu meira um sjóðina

Allir geta notað verkfærin 


Vefsíðan www.synumkarakter.is er hugsuð sem verkfæri, tólakista sem þjálfarar, íþróttafræðingar og allir aðrir sem vinna með börnum og ungmennum geta sótt þangað efni og nýtt sér. Á ráðstefnunni Sýnum karakter verður vefsíðan vígð með pompi og prakt. Vefsíðan verður opin öllum og geta þar allir sem áhuga hafa skoðað myndbönd og lesið sér til um mismunandi þætti. Vefsíðunni verður haldið lifandi og verður þar sett inn nýtt efni þegar það verður tilbúið.

Fylgstu með á Faceboook-síðu Sýnum karakter

Setti verðlaunafé í Umhverfissjóð

Stella Guðmundsdóttir í Heydal hlaut á dögunum viðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Viðurkenningunni fylgdu 100.000 krónur í verðlaunafé sem hún ákvað að leggja til Umhverfissjóðs UMFÍ - Minningarsjóðs Pálma Gíslasonar.
Ungmennafélag Íslands - UMFÍ
Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtún 42, 105 Reykjavík

Sími 568-2929 | Netfang: umfi@umfi.is | www.umfi.is  

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista UMFÍ


This email was sent to <<Netfang>>
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Ungmennafélag Íslands · Sigtún 42 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp