Copy

Ungmennafélag Íslands  I  24. mars 2017 

Fréttabréf UMFÍ - 27. september 2016 

Fréttabréf UMFÍ 

       


Ragný Þóra: Mikilvæg ráðstefna fyrir ungt fólk

Ragný Þóra Guðjohnsen, aðjúnkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, verður með erindi á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði sem Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur fyrir á Laugarbakka í Miðfirði dagana 5.- 7. apríl næstkomandi. Undirbúningur fyrir ráðstefnuna er í fullum gangi en von er á um 90 þátttakendum á ráðstefnuna og málstofur henni tengdri. Þátttakendur koma víða að af landinu, bæði frá frjálsum félagasamtökum og sveitarfélaginu. Þegar er uppbókað á ráðstefnuna. 

Ragný segir fullorðið fólk stundum skipuleggja verkefni sem hafi enga merkingu fyrir ungt fólk. „Við þurfum að hafa þau sjálf með í ráðum og skapa vettvang og tækifæri sem höfða til ungs fólks. Þannig megi efla þátttöku þeirra í kosningum og borgarlegu starfi.“
 

Ragný ræðir hér um ráðstefnuna

       

Hver er þín upplifun á þjónustu hjá þínu félagi? 

UMFÍ - landssamband ungmennafélaga hefur sett saman þjónustukönnun og valmöguleika til iðkenda og forráðamanna sem félögum er velkomið að nýta sér að vild. Smelltu hér til þess að skoða könnunina. UMFÍ mælir með því að könnunin sé sett upp í Google docs skali. Ertu ekki með á hreinu hvernig það er gert? Smelltu hér til þess að skoða leiðbeiningar um notkun á Google docs. Ef þú lendir í vandræðum er velkomið að hafa samband við Ragnheiði, landsfulltrúa UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is Sími 568 2929
 

Ný og endurbætt heimasíða UMFÍ 

Ný og endurbætt heimasíða UMFÍ er nú í vinnslu. Allar ábendingar um eitthvað sem vantar og/eða er erfitt að finna eru velkomnar á netfangið jon@umfi.is. Starfsfólk UMFÍ er þakklátt fyrir allar ábendingar og tillögur.

 

Ertu búin/n að sækja um í sjóði UMFÍ?

Opið er fyrir umsóknir í Fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. apríl. UMFÍ hvetur sambandsaðila til þess að sækja um styrki vegna verkefna með áherslu á ungt fólk, jaðarhópa og eldra fólk. 

Kynntu þér málið

 
Ungmennafélag Íslands - UMFÍ
Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtún 42, 105 Reykjavík

Sími 568-2929 | Netfang: umfi@umfi.is | www.umfi.is  

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista UMFÍ


This email was sent to umfs@umfs.is
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Ungmennafélag Íslands · Sigtún 42 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp