Copy
Ungmennafélag Íslands / 12. október 2016
Fréttabréf UMFÍ - 27. september 2016 

Fréttabréf UMFÍ 

Forseti Íslands ræddi um unglingsárin

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, heimsótti nemendur við Kvennaskólann í Reykjavík, Valhúsaskóla og Garðaskóla í Garðabæ í tilefni af Forvarnardeginum, miðvikudaginn 12. október 2016. Forvarnardagurinn er haldinn árlega að frumkvæði forseta Íslands, UMFÍ og fleiri. Nemendur spurðu forsetann spjörunum úr. Hann ræddi við þau um forvarnir, áfengisdrykkju, ýmis vandamál á unglingsárum og rafrettur. Forvarnardagurinn er helgaður nokkrum heillaráðum sem geta forðað börnum og unglingum frá fíkniefnum. 

Lestu meira hér

Hægt að sækja um styrk í Æskulýðssjóð


Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Æskulýðssjóð og er frestur til að senda inn umsóknir til mánudagsins 17. október næstkomandi. Hlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á vegum æskulýðsfélaga og æskulýðssamtaka. Einkum er horft til verkefna sem hugsuð eru fyrir börn og ungmenni, þjálfun forystufólks, leiðbeinenda, sjálfboðaliða, nýjungar og þróunarverkefni. 

Lestu meira

Vel sótt námskeið um samskipti við börn og ungmenni

 

Um 40 manns sótti námskeiðið Verndum þau í félagsaðstöðu Fjölni í Egilshöll þriðjudaginn 11. október. Á námskeiðinu var farið yfir tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og ungmennum, reglur í samskiptum við börn og ungmenni, líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi ásamt því hvernig taka skuli á frásögn barna og ungmenna af ofbeldi.

Lestu meira um námskeiðið

Fundur UMFÍ um helgina 


40. sambandsráðsfundur UMFÍ verður á Laugum í Sælingsdal laugardaginn 15. október. Á fundinum hittast formenn ungmennafélaga víða að. Frá síðasta þingi UMFÍ hefur verið unnið að stefnumótun UMFÍ og verður afraksturinn kynntur á þinginu um helgina ásamt því sem ársskýrsla og ársreikningur UMFÍ verða lögð fram og rædd. 
 

Bocciamót í Borgarnesi

Félög eldri borgara í Borgarfirði, Akranesi og nágrenni halda árlegt einmenningsmót í boccia sunnudaginn 16. október í íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi. Mótið hefst klukkan 10:00. 

Lestu meira um mótið

UMFÍ sendir bréf vestur

Göngugarpurinn Einar Skúlason ætlar að flytja bréf fyrir UMFÍ til Ísafjarðar. Hann kíkti við í þjónustumiðstöð UMFÍ í vikunni. Einar mun á sunnudag ganga af stað frá Reykjavík til Ísafjarðar til heiðurs landpóstunum sem áður fyrr gengu landshluta á milli með sendingar til fólks. Einar gerir ráð fyrir því að verða um tvær vikur á leiðinni, að sjálfsögðu uppfullur af ungmennafélagsanda. 

Lestu meira hér um göngu Einars

Ungmennafélag Íslands - UMFÍ
Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtún 42, 105 Reykjavík

Sími 568-2929 | Netfang: umfi@umfi.is | www.umfi.is  

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista UMFÍ


This email was sent to umfs@umfs.is
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Ungmennafélag Íslands · Sigtún 42 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp