Copy

Ungmennafélag Íslands  I  7. mars 2017 

Fréttabréf UMFÍ - 27. september 2016 

Fréttabréf UMFÍ 

       

Ungt fólk og lýðræði

UMFÍ stendur fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði nú í níunda sinn. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er EKKI BARA FRAMTÍÐIN – UNGT FÓLK, LEIÐTOGAR NÚTÍMANS. Ráðstefnan fer fram dagana 5. – 7. apríl nk. á Hótel Laugarbakka í Miðfirði.
 
Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 80 manns eða tvo þátttakendur frá hverju ungmennaráði auk starfsmanns ef vill. Þátttakendum yngri en 18 ára þarf að fylgja með fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald er 15.000kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.
 
Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni. Smelltu hér til þess að kynna þér dagskrá ráðstefnunnar. Smelltu hér til þess að skrá þig.


Ertu með spurningu? - sendu þá línu á netfangið ungmennarad@umfi.is - sabina@umfi.is eða ragnheidur@umfi.is

       

Hver er þín upplifun á þjónustu hjá þínu félagi? 

UMFÍ hefur sett saman þjónustukönnun og valmöguleika til iðkenda og forráðamanna sem félögum er velkomið að nýta sér að vild. Smelltu hér til þess að skoða könnunina. UMFÍ mælir með því að könnunin sé sett upp í Google docs skali. Ertu ekki með á hreinu hvernig það er gert? Smelltu hér til þess að skoða leiðbeiningar um notkun á Google docs. Ef þú lendir í vandræðum er velkomið að hafa samband við Ragnheiði, landsfulltrúa UMFÍ. Netfang ragnheidur@umfi.is Sími 568 2929
 

Ný og endurbætt heimasíða UMFÍ 

Ný og endurbætt heimasíða UMFÍ er nú í vinnslu. Allar ábendingar um eitthvað sem vantar og/eða er erfitt að finna eru velkomnar á netfangið jon@umfi.is. Starfsfólk UMFÍ er þakklátt fyrir allar ábendingar og tillögur.

 

Fleiri fréttir

Langar þig að lesa fleiri fréttir úr ungmennafélagshreyfingunni? Á heimasíðu UMFÍ er að finna fjöldan allan af fréttum. Smelltu hér til þess að skoða heimasíðu UMFÍ. 

UMFÍ fagnar rafrettufrumvarpinu

Á dögunum skilaði UMFÍ umsögn til heilbrigðisráðherra vegna frumvarps til laga um breytingu á tóbaksvörnum. Í umsögn UMFÍ er því fagnað að settar verði reglur varðandi heimildir til sölu, markaðssetningar og neyslu á rafrettum til jafns við reyktóbak. Lestu nánar um málið hér.
Ungmennafélag Íslands - UMFÍ
Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtún 42, 105 Reykjavík

Sími 568-2929 | Netfang: umfi@umfi.is | www.umfi.is  

Afskráning af póstlista
Ég vil skrá mig af póstlista UMFÍ


This email was sent to umfs@umfs.is
why did I get this?    unsubscribe from this list    update subscription preferences
Ungmennafélag Íslands · Sigtún 42 · Reykjavik 105 · Iceland

Email Marketing Powered by Mailchimp